Dagur tvö

Jæja þá er gamla stjórnin endanlega farinn og sú nýja að taka við.
Og hvað á maður að segja um þessa stjórn.  
Ég hef alltaf verið því fylgjandi að dæma menn frekar af verkum þeirra en persónulegum skoðunum.
Mun ég því ekki sakast við þá sem ekkert hafa enn gert af sér.
En hvernig má það vera að enn skuli kosnir á þing menn sem eru lögbrjótar og veljast jafnvel til hárra embætta án þess að vera nokkurn tíma látnir svara til saka fyrir brot sín.
Nú halda kannski einhverjir að ég eigi við Árna Johnsen en það er ekki svo hann hefur þó þurft að svara fyrir sín brot 
sem upp hafa komist.
Ég er meira hissa á Herr general Birni Bjarnasyni sem kallaði jafnréttislögin barn síns tíma eftir að
hafa verið uppvís um að brjóta þau.

Kannski er þetta bara smámál sem ekki ætti að staldra við, ég er ekki sammála
 En meirihluti kjósenda virðist telja svo og meirihlutinn ræður segir einhversstaðar.

Hitt málið sem mér finnst öllu alvarlegra er að nú sitja á þingi og í ríkisstjórn menn og konur
sem á síðasta kjörtímabili brutu stjórnarskrána og á rétti allra íslendinga til að tjá sig um ákveðið mál.
Á ég þar við þegar Forsetinn neitaði að undirrita ákveðin lög og skaut þeim þar með til þjóðarinnar
til að hún gæti fellt sin dóm yfir þeim.
Þessu komu menn sér undan og fengu nú í síðustu kosningum klapp á bakið fyrir vel unnin störf.

Það er gott til þess að vita að Íslensk alþýða lætur enn höfðingjana teyma sig á asnaeyrunum.


 

Fyrsta blogg

Það er við hæfi að byrja nýtt blogg á sama degi og ný ríkisstjórn.
Ég veit eiginlega ekki hvort ég á að vera bara óánægður með þessa stjórn eða alveg hundóánægður.
Svo er líka bara hægt að vera alveg pass og bíða bara og sjá til hverju fram gengur.

En hvað um það þar sem þetta er nú bara fyrsta blogg og ritfærnin enn svolítið riðguð verður ekki meira að sinni.

Lofa samt meiru af sjálfum mér og mínum stefnumálum fljótlega.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband